top of page

Jóganámskeið fyrir Karlmenn - Framhald


Vegna fjölda fyrirspurna höfum við ákveðið að bjóða upp á framhaldsnámskeið í jóga fyrir karlmenn. Námskeiðið er sniðið að þeim sem eru búnir með grunnnámskeið en vilja byggja upp meiri grunn áður en þeir halda áfram inn í opna stundatöflu. Aftur verður um að ræða 5 vikna námskeið þar sem farið verður betur í gegnum grundvallaratriðin og stöður í Baptiste kraftjóga og áhersla lögð á að útskýra betur undirstöðurnar í flæðinu. Einnig verður Yin jóga tekið fyrir auk þess að jóga nidra verður kynnt fyrir þáttakendum. Tímabil (5 vikur): 22 október – 19 nóvember Þriðjudagar kl. 19:30-20:30 Kennarar eru Jóhann M. Jóhannsson og Gunnar S. Magnússon og Inga H. Kristjánsdóttir yfirkennari og eigandi IPY mun verða þeim innan handar. Verð: 16.900 kr.* (9.900 kr. fyrir IPY korthafa). *Þátttakendur hafa aðgang að öllum tímum á stundaskrá Iceland Power Yoga á meðan á námskeiðinu stendur. Ath! Síðasta námskeið fylltist - Pláss er takmarkað Ekki er skilyrði að hafa farið á grunnnámskeið til að skrá sig á þetta námskeið en þó mælum við með því að menn hafi farið í nokkra jógatíma áður - ef þeir voru ekki á grunnnámskeiðinu. Ef námskeiðið fyllist eins og síðast munu við taka niður nöfn á biðlista. Skráning fer fram HÉR Fyrirspurnir berast á: info@icelandpoweryoga.is

bottom of page