top of page

UPPSELT - Grunnnámskeið í Baptiste Power Jóga fyrir KARLMENN


Ertu duglegur að hreyfa þig en vantar liðleika? Eða er langt síðan að þú hefur hreyft þig og þú veist ekki hvar þú átt að byrja? Er þér illt í bakinu? Viltu bæta frammistöðu í t.d. golfi, hjólreiðum eða hlaupi? Eða viltu einfaldlega auka hreyfigetu eins og að geta klætt þig í t.d. sokkana án þess að rembast? Við lofum þér að þú ert EKKI einn! Vegna fjölda fyrirspurna ætlar Iceland Power Yoga að bjóða upp á námskeið fyrir karlmenn. Þetta námskeið er sérstaklega hannað fyrir karlmenn sem telja sig vera “of stirðir” til að mæta í jóga eða treysta sér ekki til að fara beint inn í opinn tíma! Á námskeiðinu gefst líka byrjendum betur færi á að fá ráðleggingar og leiðbeiningar hjá kennurum en í opnum tímum. Á þessu 5 vikna námskeiði munum við fara í gegnum grundvallaratriðin í jóga og hvernig jóga getur bætt líkamlega líðan, frammistöðu í annari hreyfingu og almenna ánægju. Gunnar og Jói sem leiða námskeiðið eru báðir lærðir jógakennarar og munu kynna þáttakendur fyrir grunnatriðum Baptiste kraftjóga sem og Yin jóga. Sérstök áhersla verður lögð á að: • Opna mjaðmir • Styrkja og liðka axlir • Auka hreyfigetu • Styrkja miðjuna

• Auka einbeitingu • Róa huga og taugakerfi Tímabil (5 vikur): 17. september – 15. október Þriðjudagar kl. 19:30-20:30 Markmið tímanna er að kynna fyrir karlmönnum jóga og undirbúa þá svo þeir geti tekið þátt í almennum tímum á stundaskrá IPY. Við munum styðja þáttakendur í að gera jóga að reglulegri og ánægjulegri iðkun með annari hreyfingu. Kennarar eru Jóhann M. Jóhannsson og Gunnar S. Magnússon (báðir 200 RYT Certification - IPY, 2019) auk þess sem Inga H. Kristjánsdóttir yfirkennari og eigandi IPY mun verða þeim innan handar. Verð: 16.900 kr.* og 9.900 kr. fyrir IPY korthafa. *Þáttakendur hafa aðgang að öllum tímum á stundaskrá Iceland Power Yoga á meðan á námskeiðinu stendur. Fyrirspurnir berast til: info@icelandpoweryoga.is Skráning á námskeiðið HÉR

bottom of page